Í morgun var dregið í riðla fyrir undankeppni EM u-19 ára landsliða kvenna. 

Ísland spilar í 2. riðli ásamt Rúmeníu, Spáni og Litháen.

Undankeppnin fer fram 17. – 19. mars og eiga Spánverjar eiga rétt á að halda mótið.

Tvö lið fara áfram úr riðlinum á EM sem haldið verður í Slóveníu næsta sumar.