Strákarnir hófu leik gegn Pólverjum í gær en mættu svo Saar í morgun.

Leikurinn gegn Pólverjum var jafn og spennandi mest allan tímann, Pólland var yfir í hálfleik 10-11. Sama baráttan hélt áfram í síðari hálfleik en í lokin skoruðu Pólverjar 3 mörk í röð sem skilaði þeim 4 marka sigri, 22-26.

Markarskorar Íslands:

Bjarni Ófeigur Valdimarsson 6, Kristinn Pétursson 5, Kristófer Sigurðsson 3, Örn Östenberg 2, Kristján Hjálmsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 2, Darri Aronsson 1 og Hafþór Vignisson 1.

Í morgun léku strákarnir gegn Saar, liðin héldust í hendur í fyrri hálfleik og þó voru það strákarnir okkar sem höfðu forystu í hálfleik, 11-10. En seinni hálfleikurinn var eign heimamanna í Saar og unnu þeir 6 marka sigur, 24-18.

Markaskorarar Íslands:

Krisjtán Hjálmsson 3, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, Hafþór Vignisson 3, Ágúst Grétarsson 2, Teitur Örn Einarsson 2, Alexander Jón Másson 2, Örn Östenberg 2 og Darri Aronsson 1.

Næsti leikur liðsins er kl. 15.20 (ísl tími) gegn Dönum, beina útsendingu frá leiknum má
sjá hér.