Nítján ára landslið karla mætti Færeyingum öðru sinni í Færeyjum í dag en leikirnir voru liður í undirbúningi fyrir HM í Króatíu sem hefst í byrjun ágúst.

Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn en Íslendingar þó ávallt skrefi á undan. Varnarleikur liðsins mun betri en í gær en staðan í hálfleik var 13-13.

Strákarnir okkar komu af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn, náðu strax forustu sem þeir létu aldrei af hendi. Mestur var munurinn sex mörk þegar seinni hálfleikur var hálfnaður, 17-23. Þessi munur hélst þar til skammt var til leiksloka og var sigurinn aldrei í hættu þrátt að strákarnir slökuðu aðeins á í lokin. Lokatölur 30-33.

Reynir Þór Stefánsson 7

Elmar Erlingsson 6

Hinrik Hugi Heiðarsson 4

Eiður Rafn Valsson 3

Skarphéðinn Ívar Einarsson 3

Ívar Bessi Viðarsson 3

Daníel Örn Guðmunsson 2

Kjartan Þór Júlíusson 2

Birkir Snær Steinsson 2

Ísak Steinsson varði 7 skot

Nánari umföllun um leikin má finna á Handbolti.is.