Strákarnir töpuðu í morgun gegn Norðmönnum og spila því um 7. sætið seinna í dag gegn Hollandi.

Seinni partinn í gær spilaði íslenska liðið gegn Danmörku, leikurinn var jafn frá upphafi og var staðan 8-8 í hálfleik. En á lokakaflanum seig danska liðið framúr og höfðu sigur 23-21.

Markaskorar Íslands:

Teitur Örn Einarsson 7, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 6, Kristófer Dagur Sigurðsson 3, Hannes Grimm 2, Kristinn Pétursson 1, Daníel Griffin 1 og Hafþór Vignisson 1.

Í morgun léku strákarnir krossspilsleik gegn Norðmönnum og tapaðist sá leikur 25-31 (14-14).

Markaskorar Íslands:

Teitur Örn Einarsson 8, Ágúst Grétarsson 4, Hafþór Vignisson 2, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Sigþór Jónsson 2, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 2, Alexander Jón Másson 2, Kristján Hjálmsson 2, Örn Östenberg 1.

Íslensku strákarnir leika við Holland um 7. sætið í dag kl.14.30.