U-19 karla | Strákarnir okkar leika til úrslita

U-19 ára landslið karla lék gegn Makedóníu í undanúrslitum á Sparkassen Cup í Merzig í hádeginu í dag.

Lítið var skorað í upphafi leiks og mikil harka einkenndi leikinn, íslenska liðið fékk rautt spjald á upphafsmínútunum sem riðlaði skipulagi liðsins varnarlega. En strákarnir okkar létu það ekki á sig fá og héldu í við vel spilandi liði N-Makedóníu allan fyrri hálfleikinn, staðan 12-12 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Eftir um 10 mín leik í síðari hálfleik náði íslenska liðið undirtökunum og var með 3-4 marka forystu það sem eftir lifði leiks. Lokatölur voru 30-27 og sigurinn í raun aldrei í hættu.

Markaskorarar Íslands:
Elmar Erlingsson 8, Kjartan Þór Júlíusson 4, Hinrik Hugi Heiðarsson 4, Reynir Þór Stefánsson 4, Daníel Örn Guðmundsson 3, Eiður Rafn Valsson 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Össur Haraldsson 1.

Ísak Steinsson varði 6 skot og Breki Hrafn Árnason varði 2 skot.

Strákarnir okkar mæta Þjóðverjum í úrslitaleik mótsins og hefst leikurinn kl. 19.00 að íslenskum tíma.

Hægt er að nálgast streymi frá mótinu hér:
https://solidsport.com/sparkassencup-merzig/