U-19 karla | Sparkassen Cup hefst í dag

Strákarnir okkar komu til Merzig seinnipartinn í gær og æfðu um kvöldið í keppnishöllin. Liðið var aftur mætt á æfingu í morgun þar sem línurnar voru lagðar fyrir leik dagsins en fyrstu andstæðingarnir eru Egyptar.

Leikjadagskrá íslenska liðsins á Sparkassen Cup:

Þriðjudagur 27. desember
kl. 16.10 Ísland – Egyptaland

Miðvikudagur 28. desember
kl. 13.00 Ísland – Sviss
kl. 18.20 Ísland – Saar

Fimmtudagur 29. desember
Krossspil og leikir um sæti

*ATH íslenskur tími

Streymt er frá mótinu gegn vægu gjaldi, streymið má nálgast hér:
https://solidsport.com/sparkassencup-merzig/

Leikur Íslands og Egyptalands hefst kl. 16.10, fjallað verður um leikinn á miðlum HSÍ að leik loknum.

Áfram Ísland!

handbolti #U19ka #strakarnirokkar