U-19 ára landslið karla tapaði fyrir Portúgal með 4 marka mun á HM í Norður-Makedóníu í dag.

Strákarnir okkar voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik það sem Portúgalska liðið gekk á lagið og náði fimm marka forystu, 10-15.

Í síðari hálfleik kom neisti í íslenska liðið, vörnin var mun hreyfanlegri og boltinn gekk hraðar í sókninni. Þegar um 12 mínútur voru eftir af leiknum átti strákarnir okkar möguleika að minnka muninn niður í eitt mark en allt kom fyrir ekki og á lokamíútunum voru það Portúgalir sem tryggðu sér 4 marka sigur, 24-28.

Markaskorarar Íslands í leiknum:

Haukur Þrastarson 9, Einar Örn Sindrason 4, Arnór Snær Óskarsson 4, Dagur Gautason 3, Blær Hinriksson 1, Jón Bald Freysson 1, Tumi Steinn Rúnarsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1.

Sigurður Dan Óskarsson varði 4 skot í leiknum og Svavar Ingi Sigmundsson varði 1.

Íslenska liðið leikur gegn Serbíu á morgun og er strákarnir staðráðnir í að gera betur en í dag. Leikurinn hefst kl. 16.30 að íslenskum tíma.