U-19 karla | Sigur gegn Serbum í háspennuleik

Það var snúin staða í A riðli á EM í Króatíu þegar Ísland og Serbía mættust í lokaumferðin. Öll liðin áttu möguleika að vinna riðilinn en að sama skapi gátu öll liðin lent í neðri hlutanum. Strákarnir okkur vissu að jafntefli myndi nægja til að komast áfram en að sjálfsögðu var stefnan sett á sigur.

Það voru Serbar sem byrjuðu betur í dag og komust fljótlega 5 mörkum yfir, íslenska liðið átti í miklum vandræðum bæði í vörn og sókn upphafi leiks en það átti eftir að breytast. Smám saman þéttist vörnin og boltinn fór að ganga betur í sókninni, leikurinn jafnaðist og aðeins munaði einu marki í hálfleik, 13-14 Serbum í hag þegar liðin gengu til búningsklefa.

Íslenska liðið hóf síðari hálfleikinn af krafti og komst fljótlega 3 mörkum yfir en Serbar voru ekki á því að gefast upp og jöfnuðu um miðjan síðari hálfleik. Jafnt var á öllum tölum það sem eftir var leiks og það var ekki fyrr en á lokamínútunum sem íslenska liðið sleit sig frá og vann góðan eins marks sigu, lokatölur 31-30 fyrir strákana okkar.

Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 5 skot og Adam Thorstensen varði 2 skot.

Markarskorarar Íslands:
Andri Már Rúnarsson 6, Guðmundur Bragi Ástþórsson 6, Kristófer Máni Jónasson 5, Símon Michael Guðjónsson 5, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Arnór Ísak Haddsson 4, Brynjar Vignir Sigurjónsson 1.

Andri Már Rúnarsson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins að mótshöldurum.

Þessi úrslit þýða að íslenska liðið mætir Spáni og Svíþjóð í milliriðli en síðar í dag kemur í ljós hvort Ítalía eða Slóvenía fylgja íslenska liðinu upp í milliriðilinn. Leikið er í milliriðli á þriðjudag og miðvikudag.

Frekari fréttir af U-19 ára landsliðinu á morgun, nú ætlum við að hvetja stelpurnar okkar í U-17 ára landsliðinu í úrslitaleiknum í Lithaén.

ÁFRAM ÍSLAND!

🌐https://m19ehfeuro.com
📺https://ehftv.com/