U-19 karla | Sigur gegn Saar

Úrvalslið úr Saar-héraði voru andstæðingar íslenska liðsins i lokaleik riðlakeppninnar á Sparkassen-Cup í Merzig í Þýskalandi.

Liðin skiptust á að skora á upphafsmínútum leiksins en eftir því sem leið á tók íslenska liðið forystuna. Frábær vörn og markvarsla skiluðu fjölmörgum hraðaupphlaupum og munaði 7 mörkum á liðunum þegar flautað var til leikhlés, staðan 13-6 eftir 30 mínútur.

Heldur dró saman með liðunum í síðari hálfleik, strákarnir okkar gerðu sig seka um of mörg mistök og Saar minnkaði niður í 4 mörk. Á lokakaflanum var íslenska liðið þó sterkara sem skilaði 6 marka sigri, 24-18.

Markaskorarar Íslands:
Össur Haraldsson 5, Sæþór Atlason 4, Atli Steinn Arnarson 4, Birkir Snær Steinsson 2, Elmar Erlingsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Reynir Þór Stefánsson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Daníel Örn Guðmundsson 1.

Breki Hrafn Árnason varði 11 skot og Ísak Steinsson varði 5 skot.

Á morgun leikur íslenska liðið við Norður-Makedóníu í undanúrslitum og hefst leikurinn kl. 11.30 að íslenskum tíma.