U-19 ára landslið spilaði gegn Japan í 16 liða úrslitum á HM í Norður-Makedóníu í dag.

Það voru Japanir sem hófu leikinn betur og komust á 4-1 á upphafsmínútunum en íslensku strákarnir voru ekki af baki dottnir, snéru taflinu fljótlega sér í hag og náðu mest 5 marka forystu í fyrri hálfleik. Það voru þó Japanir sem áttu lokaorðið í fyrri hálfleik, hálfleikstölur 15-12.

Nægur var hraðinn í fyrri hálfleik en þegar leikurinn hófst aftur settu Japanir í annan gír og keyrðu upp hraðann. Fljótlega var munurinn kominn niður í tvö mörk en strákarnir okkar spiluðu skynsamlega í síðari hálfleik og með frábærum sóknarleik náði íslenska liðið þægilegu 4-6 marka forskoti sem hélst út leikinn. Lokatölur 39-34.

Markaskorarar Íslands:

Tumi Steinn Rúnarsson 10, Dagur Gautason 8, Eiríkur Guðni Þórarinsson 7, Arnór Snær Óskarsson 6, Haukur Þrastarson 4, Stiven Tobar Valencia 2, Einar Örn Sindrason 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1.

Sigurður Dan Óskarsson varði 10 skot í leiknum.

Á morgun er leikið í 8 liða úrslitum og þar mæta strákarnir okkar sterku liði Egypta kl. 16.30. Upplýsingar um streymi frá leiknum birtast á miðlum HSÍ um hádegi á morgun.