Fyrr í dag vann U-19 ára landslið karla góðan sigur á unglingaliði Füchse Berlin á móti í Lubeck í Þýskalandi.

Íslenska liðið náði strax undirtökunum í leiknum og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10.

Í síðari hálfleik komust strákarnir okkar mest 10 mörkum yfir en þrátt fyrir værukærð á lokamínútunum lönduðu þeir góðum 5 marka sigri, 32-27. Góður stígandi hefur verið í leik liðsins og lofar spilamennskan góðu fyrir HM í Georgíu í ágúst.

Markaskorarar Íslands í leiknum:

Örn Österberg 6, Orri Freyr Þorkelsson 5, Hafþór Vignisson 5, Sveinn Andri Sveinsson 4, Teitur Örn Einarsson 4, Úlfur Kjartansson 3, Birgir Steinn Jónsson 2, Sveinn Jose Rivera 2, Ásgeir Vignisson 1.

Andri Scheving varði 13 skot og Bjarki Fjalar Guðjónsson 1. 

Á morgun leikur íslenska liðið við Japan í leik um 3. sætið í mótinu.