U-19 ára landslið karla er búið að vinna sinn riðil á Sparkassen Cup í Þýskalandi og leikur í undanúrslitum eftir hádegið á morgun.

Liðið lék þrjá leiki í riðlinu í dag og í gær, vann tvo og gerði eitt jafntefli. Nánar má lesa um leikina og markaskorara neðar í þessari frétt.

Á morgun leikur liðið í undanúrslitum gegn Tékkum og hefst leikurinn kl. 13.00 að íslenskum tíma. Beina útsendingu frá leiknum má sjá
HÉR.

Í hinum undanúrslitaleiknum leik Þjóðverjar gegn Dönum en annað kvöld fer svo fram úrslitaleikur mótsins ásamt leiknum um þriðja sætið.

Leikir íslenska liðsins á mótinu til þessa:

Ísland – SaarStrákarnir okkar virkuðu þreyttir í fyrsta leik mótsins og þrátt fyrir að leiða með tveim mörkum stóran hluta síðari hálfleiks náðu strákarnir aldrei að slíta sig frá fersku Saar-liði. Undir lokin varði Viktor Gísli dauðafæri á línunni og liðin skildu jöfn, 25-25.

Markaskorarar Íslands:

Blær Hinriksson 9, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 6, Eiríkur Guðni Þórarinsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Einar Örn Sindrason 2, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1, Ísak Gústafsson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 9 skot í leiknum.

Ísland – HollandStrákarnir vöknuðu brakandi ferskir í morgunsárir og spiluðu frábæran handbolta í fyrri hálfleik þar sem aðeins eitt lið var á vellinum, staðan eftir 30 mínútur 17-2 fyrir okkar menn. Aðeins slaknaði á taumnum í síðari hálfleik en lokatölur urðu 31 – 15.

Markaskorarar Íslands:

Stiven Tobar Valencia 8, Einar Örn Sindrason 5, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 4, Ísak Gústafsson 3, Goði Ingvar Sveinsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Blær Hinriksson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Ólafur Brim Stefánsson 2, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot og Axel Hreinn Hilmisson varði 4.

Ísland – DanmörkJafnt var á með liðunum framan af leik í hálfleik stóðu leikar 11 – 11. Í byrjun síðari hálfleiks áttu strákarnir okkar frábæran kafla og náðu strax 5 marka forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Lokatölur 23 – 18 fyrir strákana okkar.

Markaskorarar Ísland:

Stiven Tobar Valencia 5, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Einar Örn Sindrason 4, Goði Ingvar Sveinsson 3, Eiríkur Þórarinsson 3,  Blær Hinriksson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Ólafur Brim Stefánsson 1, Benedikt Gunnar Óskarsson 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 9 skot og Svavar Sigmundsson varði 1.