U-19 ára landslið karla vann góðan sigur á Brasilíu á HM í Norður-Makedóníu í dag.

Það voru Brasilíumenn sem byrjuðu betur og leiddu fyrstu 10 mínútur leiksins. Strákarnir okkar tóku þá við sér og náðu mest 5 marka forystu í fyrri hálfleik, staðan þegar liðin gengu til búningsklefa var 18-15 íslenska liðinu í hag.

Í síðari hálfleik náði íslenska liðið fljótlega aftur 5 marka forystu og gaf Brasilíu litla möguleika á því að komast aftur inn í leikinn. Varnarleikurinn var sterkur, hvort sem var 6-0 eða 5-1 vörn en sóknarleikinn má ennþá bæta. Lokatölur í dag 30-26.

Markarskorarar Íslands:

Arnór Snær Óskarsson 6, Dagur Gautason 5, Haukur Þrastarson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Stiven Tobar Valencia 3, Jón Bald Freysson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Tumi Steinn Rúnarsson 1, Einar Örn Sindrason 1, Eiríkur Guðni Þórarinsson 1.

Sigurður Dan Óskarsson varði 12 skot í leiknum og Svavar Ingi Sigmundsson varði 1 skot.

Á morgun er frídagur hjá íslenska liðinu en á föstudaginn bíður leikur gegn Portúgal kl. 8.30 að íslenskum tíma.