U-19 karla | Andleysi gegn Spánverjum

U-19 ára landslið karla leik síðari leik sinn í milliriðli gegn Spánverjum í dag. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland myndi spila um 5. – 8. sæti en Spánverjar þurftu sigur til að komast í undanúrslit keppninnar.

Íslenska liðið hóf leikinn ágætlega og liðin skoruðu til skiptis á upphafsmínútunum. En þá skyldu leiðir og Spánverjar byggðu smám saman gott forskot áður en flautað var til hálfleiks, staðan 16-12 fyrir Spánverja.

Strákarnir okkar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks en næstu mínútur reyndust íslenska liðinu mjög erfiðar, Spánverjar röðuðu inn mörkum á meðan okkar mönnum gekk illa að skora þrátt fyrir fjölda mörg góð færi. Þegar 15 mínútur voru eftir voru úrslitin í raun ljós og liðin skiptust á að skora það sem eftir var leiks, lokatölur 25-32 Spánverjum í hag.

Markaskorarar Íslands:
Benedikt Gunnar Óskarsson 5, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4, Gauti Gunnarsson 4, Andri Már Rúnarsson 3, Jóhannes Berg Andrason 2, Andri Finnsson 2, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Arnór Ísak Haddsson 1, Arnór Viðarsson 1 og Símon Michael Guðjónsson 1.

Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 7/1 skot og Adam Thorstensen varði 4 skot.

Það vantaði töluvert uppá hjá íslensku strákunum í dag, bæði í vörn og sókn. Nú tekur við það sem er mikilvægast hjá öllum íþróttamönnum, að bregðast við eftir slaka frammistöðu. Næsti leikur er á föstudag kl. 13.15 að íslenskum tíma gegn Portúgal og er undirbúningur strax hafinn, nánari fréttir af liðinu á morgun.