U-19 ára landslið karla endaði í 8. sæti á HM í Norður-Makedóníu eftir 4 marka tap gegn Spánverjum í dag.

Strákarnir okkar hófu leikinn af miklum krafti og komust í 4-1 eftir 5 mínútur en þá tók við slæmur kafli þar sem Spánverjar gengu á lagið og náðu góðu forskoti sem þeir héldu út hálfleikinn, hálfleikstölur 8-12 fyrir Spánverja.

Íslenska liðið lék ágætlega í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki gegn sterku liði Spánverja sem unnu að lokum öruggan 4 marka sigur, 26-20.

8. sætið verður að teljast ásættanlegur árangur á heimsmeistaramóti en það er alltaf hægt að gera betur. Liðið lenti í miklum áföllum seinustu vikuna þar sem m.a. tveir leikmenn þurftu að fara í rannsóknir á sjúkrahúsi ásamt því að fleiri meiðsli hrjáðu liðið, drengirnir eru þó allir á batavegi og koma heim til Íslands á morgun.

Markaskorarar Íslands:

Dagur Gautason 5, Arnór Snær Óskarsson 5, Einar Örn Sindrason 4, Eiríkur Guðni Þórarinsson 4, Goði Ingvar Sveinsson 2, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 2, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Blær Hinriksson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1.

Svavar Ingi Sigmundsson varði 9 skot í leiknum.