U-19 ára landslið karla endaði í 4. sæti á Lubecker handballtage eftir tap gegn Japan í dag í vítakeppni.

Strákarnir okkar hófu leikinn af miklum krafti og komust í 5-0 en eftir það komust Japanir smám saman inn í leikinn og hálfleik munaði 2 mörkum, staðan 15-13 fyrir Ísland.

Leikurinn jafnaðist en frekar í síðari hálfleik, bæði lið sóttu hratt og mikil spenna. Íslensku strákarnir áttu möguleika að gera út um leikinn á lokasekúndum venjulegs leiktíma en vörn Japana hélt, staðan eftir venjulegan leiktíma 33-33. 

Það var svo japanska liðið sem vann í bráðabana í vítakeppni, lokatölur 37-38.

Markarskorarar Íslands (fyrir utan vítakeppni):

Teitur Örn Einarsson 12, Birgir Birgisson 5, Sveinn José Rivera 4, Úlfur Kjartansson 3, Sveinn Andri Sveinsson 3, Hafþór Vignisson 2, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 2, Orri Freyr Þorkelsson 1, Kristófer Dagur Sigurðsson 1.

Andri Scheving varði 18 skot og Bjarki Fjalar Guðjónsson varði 1.

Íslenska liðið endaði í 4. sæti á Lubecker handballtage en þess má þó geta að það vantar nokkra sterka leikmenn í U-19 ára landsliðið, en þeir æfa með U-21 árs landsliðinu þessa dagana.

Japan verður fyrsti andstæðingur Ísland á HM í Georgíu og því má reikna með hörkuleik strax í 1. umferð þar.