U-19 ára landslið karla tapaði fyrir Þjóðverjum á HM í Makedóníu í dag.

Leikurinn var í járnum fyrstu 15 mínúturnar, sterkar varnir á báða bóga og bæði lið að spila góðan handbolta. Í lok fyrri hálfleiks náði þýska liðið góðum kafla og leiddi með 4 mörkum í hálfleik, 9-13.

Íslensku strákarnir sóttu hart að Þjóðverjum í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í 2 mörk þegar rúmar 10 mínútur lifðu leiks, en allt kom fyrir ekki og að lokum voru það Þjóðverjar sem fögnuðu 4 marka sigri, 22-26.

Markaskorar Íslands:

Dagur Gautason 4, Goði Ingvar Sveinsson 3, Tumi Steinn Rúnarsson 3, Einar Örn Sindrason 3, Blær Hinriksson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 2, Jón Bald Freysson 1, Eiríkur Guðni Þórarinsson 1, Arnór Snær Óskarsson 1.

Svavar Ingi Sigmundsson varði 7 skot í leiknum og Sigurður Dan Óskarsson varði 2.

Þessi úrslit þýða að Ísland lendir í 3. sæti D-riðils og leikur í 16-liða úrslitum á miðvikudag en óvíst er með andstæðinga þar. Sá leikur verður kynntur nánar á miðlum HSÍ þegar nær dregur.