Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, hélt í morgun til Makedóníu þar sem það tekur þátt í undankeppni EM 2015, en Evrópumótið verður haldið á Spáni í júlí og ágúst á þessu ári.

Ísland leikur í riðli með heimaliðinu Makedóníu, Svartfjallalandi og Hollandi. Fyrsti leikur Íslands er gegn Makedóníu á föstudag, 17.apríl, og hefst hann klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Á laugardag klukkan 14.00 mætast Ísland og Svartfjallaland og lokaleikurinn er gegn Hollandi, en hann hefst klukkan 14.00 á sunnudag, 19.apríl.

Tvö efstu liðin í þessum undanriðli tryggja sér keppnisrétt á EM á Spáni, sem fram fer dagana 23.júlí til 2.ágúst í sumar.

Hópurinn er eftirfarandi:

Birta Fönn Sveinsdóttir, KA/Þór

Brynhildur Kjartansdóttir, ÍR

Díana Dögg Magnúsdóttir, ÍBV

Elena Birgisdóttir, Selfoss

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Grótta

Erla Rós Sigmarsdóttir, ÍBV

Guðrún Jenny Sigurðardóttir, Fram

Hulda Bryndís Tryggvadóttir, HK

Hulda Dagsdóttir, Fram

Katrín Ósk Magnúsdóttir, Selfoss

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Sigrún Ása Ásgrímsdóttir, ÍR

Thea Imani Sturludóttir, Fylkir

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Rælingen

Þórhildur Braga Þórðardóttir, HK

Þuríður Guðjónsdóttir, Selfoss

Þjálfarar eru Hilmar Guðlaugsson og Inga Fríða Tryggvadóttir.

Markmannsþjálfari er Guðný Jenný Ásmundsdóttir.