U-19 ára kvenna | Fyrsti leikur á morgun

U-19 ára landslið kvenna ferðaðist í gær frá Íslandi til Norður Makedóníu en þar taka stelpurnar okkar þátt í B-deild Evrópumótsins. Ferðalagið þeirra tók rúma 19 klukkustundir og nýtti þær daginn í dag til að safna kröftum, funda og æfa fyrir fyrsta leik í mótinu.

Stelpurnar okkar mæta Hvíta-Rússlandi á morgun, leikurinn hefst kl 11:00 að íslenskum tíma og verður honum streymt á www.ehftv.com

Við sendum stelpunum okkar baráttu kveðju og munum birta fréttir af gangi mála hjá þeim á miðlum HSÍ á næstu dögum.