Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 19 ára og yngri tekur nú þátt í Evrópumótinu í handknattleik en leikið er í Norður-Makedóníu. Fyrr í dag tapaði liðið fyrir spræku liði Hvít-Rússa 22-23. Íslenska liðið var yfir 14-10 í hálfleik.

Markahæstar í íslenska lðinu voru þær Jóhanna Margrét Sigurðardóttir með 7 mörk og Rakel Sara Elvarsdóttir með 4 mörk, Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði 3 mörk fyrir íslenska liðið og var einnig valinn maður leiksins. Hanna Karen Ólafsdóttir skoraði 3 mörk. Katrín Tinna Jensdóttir og Ída Margrét skoruðu 2 mörk hvor og Júlía Sóley Björnsdóttir 1 mark.
Inga Guðmundsdótir varði 13 skot í íslenska markinu.

Næsti leikur Íslands í mótinu er 12. júlí kl 11:00 að íslenskum tíma en þá verður leikið við Finnland sem tapaði stórt fyrir Póllandi í seinni leik riðilsins. Hægt er að fylgjast með leikjum Íslands í mótinu á https://ehftv.com/home.