U-18 kvenna | Yfir 700 áhorfendur á minningarleik Ása

Minningarleikur um  Ásmund Einarsson fyrrverandi formann Handknattleiksdeildar Gróttu fór fram í gærkvöldi Í Hertzhöllinni á Seltjarnesi þegar U-18 ára landslið kvenna mætti Gróttu. Ásmundur Einarsson var formaður Handknattleiksdeildar Gróttu. Hann vann mikið og gott starf allan sinn tíma í félaginu, fyrst í barna- og unglingaráði og síðan heimaleikjaráði og formennsku Handknattleiksdeildar. Ási var bráðkvaddur 24.júlí sl. langt fyrir aldur fram. Katrín Anna Ásmundsdóttir, dóttir Ása lék í gær með báðum liðum í gær en leikurinn endaði 25 – 24 sigri Gróttu.

Handboltasamfélagið sýndi í verki í gær að það sameinast þegar eitthvað bjátar á. Yfir 700 áhorfendur mættu á leikinn en allur aðgangseyrir rann í styrktarsjóð barna Ásmundar. Þeir sem ekki komust í gær en vilja styðja við bakið á fjölskyldu Ása á þessum erfiðum tímum geta lagt inn á styrktarsjóðinn: 0512-26-204040 kt: 700371-0779. Margt smátt gerir eitt stórt.

Eyjólfur Garðarsson tók myndirnar hér að neðan á leiknum í gær.