U-18 kvenna | Þriggja marka sigur gegn Færeyjum

U-18 ára landslið kvenna lék sinn annan leik á tveim dögum gegn stöllum sínum frá Færeyjum í Kórnum fyrr í dag.

Nokkuð jafnræði var með liðunum á upphafsmínútunum og þegar leið á hálfleikinn sleit íslenska liðið sig frá og hafði þriggja marka forskot þegar liðin gengu til búningsklefa, staðan 13-10.

Þrátt fyrir nokkra mótspyrnu færeyska liðsins í síðari hálfleik þá voru stelpurnar okkar alltaf með forystuna og lönduðu að lokum góðum þriggja marka sigri, 27-24.

Markaskorarar Íslands:
Alfa Brá Oddsdóttir 5, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Embla Steindórsdóttir 3, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Hildur Lilja Jónsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1 og Inga Dís Jóhannsdóttir 1.

Ethel Gyða Bjarnasen varði 19 skot í íslenska markinu.

Þá er þessum 4 æfingaleikjum gegn Færeyingum í U-16 og U-18 ára landsliðum kvenna lokið, niðurstaðan er 4 íslenskir sigrar en munurinn var ekki mikill og ljóst að liðin geta tekið mikið úr þessum viðureignum inn í mót og keppnir sumarsins.