U-18 kvenna | Tap gegn Danmörku

Stelpurnar okkar í U-18 ára kvenna léku í dag sinn síðari vináttulandsleik gegn Danmörku í Kolding. Leikurinn í dag endaði 26-19 fyrir Danmörku. Ágætis spilamennska en því miður áttu markmenn Danmerkur stórleik og stelpurnar okkar voru að nýta færin illa.

Markaskorar Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Amelía Einarsdóttir 3, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Alfa Brá Oddsdóttir 2, Lilja Ágústsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Katrín Anna Ásbjörnsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Þóra Björg Stefánsdóttir 1.

Ingunn María Brynjarsdóttir varði 5 skot og Ísabella Schöbel Björnsdóttir 2.