U 18 kvenna | Sigur í seinni leiknum

U 18 kvenna landslið Íslands og Færeyjaa mættust í seinni vináttulandsleik sínum í dag. Fyrri hálfleikur spilaðist svipað og fyrri leikur liðanna jafn framan af en svo gáfu íslensku stúlkurnar í og þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður var staðan 13 – 8 Íslandi í vil. Þessu forskoti héldu stelpurnar út hálfleikinn og voru yfir að honum loknum 16 – 12.

Færeysku stúlkurnar byrjuðu seinni hálfleikinn betur náðum um miðbik hálleiksins að jafna leikinn 20 – 20. Þá gaf Ísland í og komst fljótlega í 24 – 21 en stelpurnar héldu frumkvæðinu út leikinn og létu ekki áhlaup frá Færeyjum í lokin hafa áhrif á sig. Annar íslenskur sigur því staðreynd 27 – 26.

Mörk Íslands í leiknum: Guðrún Hekla Traustadóttir 6 mörk, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Arna Karítas Eiríksdóttir 4, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 4, Ásrún Inga Arnarsdóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 2, Elísabet Millý Elíasardóttir 1, Gyða Krístín Ásgeirsdóttir 1 og Lydía Gunnþórsdóttir 1.

Í markinu skiptu þær Ingibjörg Lovísa Hauksdóttir, Elísabet Millý Elíasardóttir og Ingunn María Brynjarsdóttir leiknum jafnt á milli sín og vörðu vel.

Stóra verkefnið hjá U 18 ára stelpnum er svo í ágúst þegar þær halda á HM í Kína en það fer fram 14. – 25. ágúst. 2 sigrar eru því gott veganesti inn í þá keppni.