Stúlkurnar unnu góðan sigur í seinasta leik mótsins nú í morgun.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og leiddu í hálfleik 13-11, en í síðari hálfleik kom hvítrússnesku stelpurnar tilbaka og komust 3 mörkum yfir þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Stelpurnar okkar tóku þá við sér og áttu frábærar lokamínútur sem skilaði þriggja marki sigri, 26-23.

Markaskor Íslands:

Sandra Erlingsdóttir 9, Lovía Thompson 7, Berglind Benediktsdóttir 3, Alexandra Birkisdóttir 2, Eyrún Ósk Hjartardóttir 2, Berglind Þorsteinsdóttir 2, Anna Stefánsdóttir 1.

Heiðrún Dís Magnúsdóttir, Ástrós Anna Bender og Ástríður Gísladóttir vörðu samanlagt 17 skot í leiknum.

Sigurvegarar mótsins voru Pólverjar en Ísland náði 3. sæti eftir þennan góða sigur í dag.

Á lokaathöfn eftir leiki dagsins var Sandra Erlingsdóttir valinn besti leikmaður mótsins.