U-18 ára landslið kvenna sigraði í kvöld Færeyjar 32-24. Stelpurnar byrjuðu leikinn vel og gáfu ekkert eftir í 60 mínútur.

Þær spiluðu frábærlega í fyrri hálfleik og voru með 8 marka forustu í hálfleik 17-8.

Stelpurnar gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik og eins og fyrr segir sigruðu þær örugglega 32-24

Liðin mætast aftur á morgun kl 17:00 á íslenskum tíma.

Markaskorarar Íslands:


Ásdís Þóra Ágústsdóttir 8, Rakel Sara Elvarsdóttir 5, Bríet Ómarsdóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 4, Emilía Ósk Steinarsdóttir 2, Hanna Karen Ólafsdóttir 2, Helga María Viðarsdóttir 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Andrea Gunnlaugsdóttir 1.