U 18 kvenna | Sigur á Færeyjum í fyrri leiknum

U 18 ára stelpurnar mættu Færeyjum í dag í fyrri vináttuleik liðanna þessa helgina. Jafnræði var með liðunnum í byrjun fyrri hálfleiks og þegar hann var hálfnaður var staðan 5-5. Þá tóku íslensku stelpurnar góðan sprett og höfðu frumkvæðið út hálfleikinn þar sem þær leiddu 14 – 10.

Íslensku stelpunar héldu sömu ákvefð í seinni hálfleiknum og komust þær færeysku aldrei nálægt og lokatölur 29 – 24 sigur Íslands.

Mörk Íslands í leiknum: Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 7 mörk, Guðrún Hekla Traustadóttir 5, Ásrún Inga Arnarsdóttir 3, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Lydía Gunnþórsdóttir 2, Þóra Hrafnkelsdóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 2, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 1 og Arna Karítas Eiríksdóttir 1.

Í markinu vörðu Ingibjörg Lovísa Hauksdóttir 5 skot, Ingunn María Brynjarsdóttir 5 og Elísabet Millý Elíasardóttir 4.

Seinni leikur liðanna er á morgun kl. 14:00 einnig í Safamýri.