U-18 ára landslið kvenna tapaði fyrir Slóvakíu 24-27 í vináttulandsleik í Puchov í Slóvakíu í kvöld. Slóvakía leiddi leikinn i fyrri hálfleik, mest með 6 mörkum en staðan í hálfleik var 9-12.

Íslensku stelpurnar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og náðu að jafna leikinn í 17 – 17 um miðjan hálfleikinn. Eftir það var leikurinn í járnum en Slóvakía seig fram úr í lokin og landaði sigri. 

Mörk Íslands: Birta Rún Grétarsdóttir 7, Embla Jónsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Sara Dögg Hjaltadóttir 3, Auður Ester Gestsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Tinna Valgerður Gísladóttir 1. 

 Sara Sif Helgadóttir varði 9 skot í leiknum.