U-18 kvenna | Minningarleikur Ása í kvöld

Minningarleikur um Ásmund Einarsson fyrrverandi formann Handknattleiksdeildar Gróttu verður haldinn í kvöld kl. 19:30 í Hertz-höllinni, Íþróttahúsi Gróttu.

Í minningarleiknum leikur meistaraflokkur kvenna í Gróttu gegn U18 ára landsliði kvenna sem náði þeim frábæra árangri að lenda í 8.sæti á HM núna í ágúst. Katrín Anna Ámundsdóttir, dóttir Ása leikur einmitt með báðum liðunum.

Allir handboltaunnendur og aðrir sem vilja minnast Ása eru hvattir til að mæta.

Aðgangseyrir er 1000 kr eða frjáls framlög. Sjoppusala verður á staðnum og mun öll innkoma aðgangseyris og sjoppu renna í styrktarsjóð barna hans: 512-26-204040, kt. 700371-0779.