U-18 kvenna | Jafntefli gegn Dönum

Fyrr í dag lék U-18 kvenna fyrri vináttulandsleik sinn við Dani í Kolding. Staðan var 14-15 fyrir Ísland í hálfleik, en mikill hraði var í leiknum og stelpurnar okkar að spila virkilega vel. Aðeins hægðist á leiknum í seinni hálfleik, en lokatölur voru 25-25.

Stelpurnar léku vel í dag, spiluðu hraðan og skemmtilegan handbolta og lítið var um tæknifeila hjá liðinu. Danir eru með gríðarlega sterkt lið sem hafnaði í 4. sæti á A-keppni Evrópumóts 17 ára landsliða síðastliðið sumar.

Markaskorarar Íslands voru : Inga Dís Jóhannsdóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 5, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Tinna Traustadóttir 3, Elísa Elíasdóttir 2, Þóra Björg Stefánsdóttir 2, Amelía Dís Einarsdóttir 1, Embla Steindórsdóttir 1 og Katrín Anna Ásmundsdóttir 1.

Ísabella Shöbel Björnsdóttir varði 5 skot í markinu og Ingunn María Brynjarsdóttir 2.

Seinni leikur liðanna fer fram á morgun og hefst hann kl. 13:00.