U-18 kvenna | Hópur fyrir undankeppni EM

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í undankeppni EM í Serbíu 22. – 27. nóvember nk. Auk þess eru 6 leikmenn valdir til vara en þær eru til taks ef eitthvað kemur upp.

U-17 ára landslið kvenna tryggði sér 2. sætið á B-keppni EM í Litháen í sumar en þær töpuðu úrslitaleiknum naumlega fyrir Makedóníu eftir að hafa unnið Spánverja í undanúrslitum. Þessi árangur tryggði liðinu sæti í undankeppninni en það er mikið undir, liðið sem vinnur þessa undankeppni kemst á EM U-19 ára landsliða 2023 og tryggir U-17 ára landsliðinu einnig sæti á EM 2023.

Fimm lið leika í undankeppninni, ásamt íslensku stúlkunum verða þar Austurríki, Slóvakía, Slóvenía og heimakonur frá Serbíu. Leikið verður í SC Vozdovac höllinni í Belgrad.

Leikjaplan íslenska liðsins:
mán. 22.nóv      kl. 15:30               Slóvenía – Ísland
þri. 23.nóv          kl. 15:30               Ísland – Slóvakía
fim. 25.nóv.       kl. 18:00               Serbía – Ísland
fös. 26.nóv.        kl. 17:00               Ísland – Austurríki

Athugið að hér eru um staðartíma að ræða, leikirnir verða auglýstir á miðlum HSÍ þegar nær dregur en auk þess verður ítarleg umfjöllun um leiki liðsins.

Leikmannahópinn má sjá hér:

Markverðir:
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram
Ísabella Schöbel Björnsdóttir, ÍR

Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, HK
Amelía Einarsdóttir, ÍBV
Aníta Eik Jónsdóttir, HK
Brynja Katrín Benediktsdóttir, HK
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar
Elísa Elíasdóttir, ÍBV
Embla Steindórsdóttir, HK
Inga Dís Jóhannsdóttir, HK
Katrín Ásmundsdóttir, Grótta
Lilja Ágústsdóttir, Valur
Sara Dröfn Ríkharðsdóttir, ÍBV
Thelma Melsted Björgvinsdóttir, Haukar
Tinna Traustadóttir, Selfoss
Þóra Björg Stefánsdóttir, ÍBV

Til vara:
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Selfoss
Elísa Helga Sigurðardóttir, HK
Hildur Sigurðardóttir, Valur
Leandra Náttsól Salvamoser, HK
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar
Sigurdís Sjöfn Freysdóttir, Fjölnir/Fylkir

Starfslið:
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari
Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari
Jóhann Ingi Guðmundsson, markvarðarþjálfari
Silja Theodórsdóttir, sjúkraþjálfari
Guðríður Guðjónsdóttir, fararstjóri