U-18 ára landslið kvenna lék sinn annan leik gegn Slóvakíu í Puchov í dag. Leikurinn var jafn á flestum tölum í fyrri hálfleik en Slóvakíska liðið náði 3 marka forystu í lok hálfleiksins 13-10. 

Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri, liðin skiptust á að skora og lokatölur urðu 29-24 fyrir Slóvakíu. Liðin mætast í þriðja leiknum í fyrramálið.  

Mörk Íslands: Birta Rún Grétarsdóttir 6, Sylvía Blöndal 5, Harpa María Friðgeirsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 2. 

Margrét Einarsdóttir varði 4 skot í markinu og Sara Sif Helgadóttir varði 2.