U-18 kvenna | Dregið í riðla fyrir HM

Í dag var dregið í riðla hjá U-18 ára landsliði kvenna sem tekur þátt í HMi í sínum aldursflokki sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu í sumar.

Dregið var í átta riðla og voru 32 þjóðum raðað í fjóra styrkleikaflokka og var Ísland í neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag. Tvö lið fara áfram úr hverjum riðli í 16 liða úrslit.

Stelpurnar okkar drógust í A riðli mótsins og verða mótherjar þeirra Svartfjallaland, Svíþjóð og Alsír.

Undirbúningur U-18 ára landsliðs kvenna fyrir HM hefst um helgina þegar liðið leikur tvo vináttulandsleiki í Kórnum við Færeyjar. Leikir liðsins gegn Færeyjum verða á laugardag og sunnudag hefjast kl. 16:30 og er frítt inn.

Ágúst Jóhannsson, þjálfari U-18 kvenna var í dag í viðtali við handbolti.is eftidráttinn og má lesa viðtalið hér:
https://www.handbolti.is/hm-u18-ara-kvenna-spennandi-og-krefjandi-ridill/