U-18 ára landslið kvenna sigraði í gær Færeyjar 21-19. Stelpurnar sigruðu þar með báða leikina á móti Færeyjum.

Leikurinn var í járnum framan af fyrri hálfleik en stelpurnar tóku forustuna þegar leið á hálfleikinn og leiddu með 3 mörkum í hálfleik 12-9.

Stelpurnar gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik og lönduðu sigri 21-19.

Íslenska liðið átti mjög góða helgi og náðu tveimur góðum sigri á móti stöllu sínum frá Færeyjum. Þessir leikir er mikilvægur undirbúningur fyrir komandi verkefni hjá stelpunum.

Markaskorarar Íslands:

Ásdís Þóra Ágústsdóttir 7, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 5, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Katrín Sigurbergsdóttir 2, Emilía Ósk Steinarsdóttir 1, Katrín Jensdóttir 1, Sara K. Gunnarsdóttir 1, Rakel Sara Elvarsdóttir 1

Andrea Gunnlaugsdóttir varði 6 skot

Lísa Bergdís Arnarsdóttir varði 6 skot

#stelpurnarokkar #handbolti