U-18 ára landslið karla tryggði sér sigur í sínum riðli og er komið í undanúrslit á Sparkassen Cup eftir tvo góða sigra fyrr í dag.

Í fyrri leik dagsins mættu strákarnir okkar Pólverjum. Leikurinn var jafn framan af þó að íslensku strákarnir hefðu haft frumkvæðið allan tímann, staðan 12-10 í hálfleik.

Allt annað var að sjá til strákanna í síðari hálfleik, vörnin var frábær og þá kom hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru. Að lokum sigldu íslenska liðið yfir það pólska og vann afar sannfærandi 7 marka sigur, 31-24.

Markarskorarar Íslands:

Stiven Tobar Valencia 5, Haukur Þrastarson 4, Arnór Snær Óskarsson 4, Dagur Gautason 4 (þar af 2 út vítum), Daníel Freyr Rúnarsson 3, Tjörvi Týr Gíslason 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Tumi Steinn Rúnarsson 2, Eiríkur Guðni Þórarinsson 2, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Viktor Andri Jónsson 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 7 skot og Haukur Brynjarsson 2.

Í síðari leik dagsins mættust Ísland og Holland. Íslenska liðið náði forystu snemma leiks en gott hollenskt lið kom tilbaka og minnkaði muninn í 2 mörk fyrir hlé, staðan 16-14 fyrir Ísland í hálfleik.

Illa gekk að slíta sig frá Hollendingum en síðasta korterið var eign íslenska liðsins og átti Viktor Gísli Hallgrímsson stórleik í markinu. Að lokum vann íslenska liðið 6 marka sigur, 31-25.

Markarskorarar Íslands:

Dagur Gautason 7 (þar af 5 úr vítum), Arnór Snær Óskarsson 4, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 4, Tjörvi Týr Gíslason 3, Haukur Þrastarson 3, Stiven Tobar Valencia 3, Arnar Máni Rúnarsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Daníel Freyr Rúnarsson 2, Tumi Steinn Rúnarsson 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 19 skot í leiknum.

Á morgun mæta íslensku strákarnir góðu liði Ítala sem lenti í 4. sæti á Miðjarðarhafsmótinu í byrjun árs. Undanúrslitaleikurinn hefst kl.11.30 að íslenskum tíma.