Strákarnir okkar máttu sín lítils gegn frábæru þýsku liði í dag, eftir 10 mínútna leik stigu Þjóðverjarnir á bensíngjöfina og litu aldrei tilbaka. 

Liðin skiptust á að skora í byrjun leiks og eftir 10 mínútur var staðan 5-5. Þá kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu og þeir þýsku gengu á lagið, staðan í hálfleik 9-15.

Sama var uppá teningnum í síðari hálfleik, Þjóðverjar voru betri á öllum sviðum leiksins og unnu öruggan sigur 20-35.

Mörk Íslands í leiknum:

Gísli Þorgeir Kristjánsson 8, Alexander Másson 3, Teitur Örn Einarsson 3, Sveinn Jóhannsson 1, Jóhann Kaldal Jóhannsson 1, Kristófer Sigurðsson 1, Bjarni Valdimarsson 1, Sveinn Sveinsson 1, Ágúst Grétarsson 1.

Andri Scheving varði 10 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 5 skot.

Þetta þýðir að íslenska liðið spilar um 5.-8. sæti á mótinu og verður ljóst í kvöld hverjir mótherjar liðsins verða. 

Næsti leikur liðsins er á föstudaginn kl.10.30, þá er leikið um sæti á sunnudaginn.

Myndir, viðtöl og myndbrot koma á samfélagsmiðla HSÍ síðar í dag.