Nú í morgun töpuðu strákarnir okkar fyrir Dönum í hörkuleik í Koprivnica.

Íslensku strákarnir hófu leikinn af miklum krafti og komust m.a. 5 mörkum yfir í fyrri hálfleik. En smám saman náðu Danir áttum og minnkuðu muninn fram að hálfleik. Hálfleikstölur 16-13 okkar strákum í hag.

Strákarnir okkar áttu aftur möguleika að auka muninn í 5 mörk í byrjun síðari hálfleiks en þegar það gekk ekki gengu Danir á lagið og náðu fyrst að jafna þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. Eftir það litu Danir aldrei tilbaka og unnu öruggan 5 marka sigur, 33-28.

Mörk Ísland í leiknum:

Elliði Snær Viðarsson 5, Kristófer Dagur Sigurðsson 5, Ágúst Emil Grétarsson 5, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Teitur Örn Einarsson 4, Sveinn Jóhannsson 3, Sveinn Sveinsson 1, Bjarni Valdimarsson 1.

Andri Scheving varði 12 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 1 skot.

Þetta þýðir að íslenska liðið spilar um 7. sætið við annaðhvort Spánverja eða Serba. Leikurinn fer fram á sunnudaginn kl. 8.00.

Myndir, viðtöl og myndbrot koma á samfélagsmiðla HSÍ síðar í dag.