Nú rétt í þessu var leik Króata og Svía að ljúka með jafntefli, 31-31.

Þetta þýðir að íslenska liðið endar í 2. sæti riðilsins og fer ásamt króatíska liðinu í milliriðil með Þjóðverjum og Serbum.

Næsti leikur íslenska liðsins er á þriðjudaginn 16. ágúst kl. 15.00 á móti Serbum.

Nú er orðið ljóst að íslenska liðið endar í efri hluta mótsins og hefur því tryggt sér þátttöku á HM í Georgíu næsta sumar. Þessi árangur tryggir liðinu einnig sæti á EM 2018.

Nánari fréttir af liðinu, myndbrot, viðtöl o.fl. á samskiptamiðlum HSÍ í kvöld.