U-18 ára landslið karla mætir Úrvalsliði Saar í leik dagsins á Sparkassen Cup í Merzig í Þýskalandi í dag. Leikur liðanna hefst kl. 17.20 að íslenskum tíma.

Lið Saar endaði í 3. sæti á þessu 8 liða móti í fyrra og því má reikna með hörku leik í kvöld en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á netinu.

ÚTSENDINGUNA MÁ SJÁ HÉR.

Fréttir af leikjum íslenska liðsins, úrslit og markaskorarar birtast hér á heimasíðunni en auk þess verður hægt að fylgjast með strákunum á samfélagsmiðlum HSÍ.