Það hefur ekki farið framhjá neinum að U-18 ára lið karla lenti í 2. sæti á EM í Króatíu í gær. Eftir frábæran árangur á mótinu fengu strákarnir okkar hljýjar móttökur við heimkomuna. Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ fór fögrum orðum um liðið, þjálfarana og starfsfólkið í kringum strákana og það er ljóst að framtíðin er björt í íslenskum handbolta.  

ÁFRAM ÍSLAND!