U-18 ára landsliðs karla vann Slóveníu 28-24 í miklum hörkuleik í Varazdin í Króatíu í dag.

Jafnt var á með liðunum framan af leik, en eftir 15-20 mínútur fór íslenska liðið að síga fram úr. Þrátt fyrir að Tjörvi Týr Gíslason fengi rautt þá efldust menn við mótlætið og enginn var betri Viktor Gísli í markinu sem varði seinustu 9 skot Slóvena í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 14-8 íslenska liðinu í hag.

Strákarnir okkar náðu mest 8 marka mun í upphafi síðari hálfleiks en skömmu síðar fékk Eiríkur Guðni Þórarinsson sína þriðju brottvísun. Eftir það hökkti sóknarleikur íslenska liðsins í nokkrar mínútur og Slóvenar gengur á lagið. En þeir komust þó aldrei nálægt íslenska sem vann góðan 4 marka sigur.

Þetta þýðir að íslenska liðið vinnur D-riðil með fullt hús stiga en á morgun færi liðið frídag. Milliriðillinn hefst á þriðjudag en það ræðst í kvöld hverjir andstæðingar Íslands verða.

Markaskorarar Íslands:

Haukur Þrastarson 12, Dagur Gautason 3, Arnar Máni Rúnarsson 3, Tumi Steinn Rúnarsson 3, Stiven Tobar Valencia 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1, Jón Bald Freysson 1, Arnór Snær Óskarsson 1, Eiríkur Guðni Þórarinsson 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 20 skot og Sigurður Dan Óskarsson varði 3.