Íslensku strákarnir spiluðu frábæran handbolta í undanúrslitaleiknum og unnu 15 marka sigur gegn Rúmenum í hádeginu í dag.

Leikurinn byrjaði heldur brösulega og lentu strákarnir 2-5 undir í byrjun en um miðjan fyrri hálfleik náðu strákarnir góðum tökum á leiknum og leiddu í hálfleik 21-14. Í seinni hálfleik keyrðu íslensku strákarnir yfir stórt og þungt lið Rúmeníu og unnu magnaðan sigur, 43-28.

Markaskorarar Íslands:

Sveinn Jóhannsson 8, Elliði Snær Viðarsson 6, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Friðrik Hólm Jónsson 4, Bjarni Valdimarsson 3, Örn Österberg 3, Logi Snædal Jónsson 3, Jóhann Kaldal Jóhannsson 2, Arnar Freyr Guðmundsson 2, Teitur Örn Einarsson 2, Markús Björnsson 2, Sveinn Andri Sveinsson 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2.

Andri Scheving og Andri Ísak Sigfússon vörðu 9 skot hvor.

Þýskaland og Saar eru þessa stundina að spila hinn undanúrslitaleikinn, úrslitaleikurinn er í kvöld kl.19.00 að íslenskum tíma.