Íslensku strákarnir héldu sigurgöngu sinni áfram í seinni leik dagsins.

Í þetta skiptið voru það Pólverjar sem andstæðingarnir og var jafnt á með liðunum framan af fyrri hálfeik. Íslensku strákarnir áttu góðan kafla undir lok fyrri hálfleiks, staðan 15-10 í hálfleik. Íslensku strákarnir héldu í þessi 5 mörk fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik en bættu svo í og unnu góðan sigur 27-18.

Markaskorarar íslenska liðsins:

Gísli Þorgeir Kristjánsson 8, Friðrik Hólm Jónsson 4, Sveinn Jóhannsson 3, Teitur Örn Einarsson 3, Jóhann Kaldal Jóhannsson 2, Arnar Freyr Guðmundsson 2, Bjarni Valdimarsson 2, Sveinn Andri Sveinsson 2, Elliði Snær Vignisson 1.

Andri Ísak Sigfússon og Andri Scheving vörðu 7 skot hvor.

Myndband frá fyrri hálfleik má finna
hér.

Myndband frá seinni hálfleik má finna
hér.

Íslenska liðið spilar í undanúrslitum á morgun kl.11.30 á móti Rúmenum.