Dregið var í riðla á EM U-18 ára landsliða karla fyrr í dag en mótið fer fram í Króatíu í sumar.

Íslenska liðið dróst í riðil með Slóveníu, Svíþjóð og Póllandi. Allt eru þetta stórþjóðir þegar kemur að handbolta og ljóst að það verður hart barist í riðlakeppninni.

Mótið fer fram í tveimur borgum í Króatíu, Koprivnica og Varazdin en íslenska liðið leikur sinn riðil í síðarnefndu borginni. Mótið hefst 9. ágúst og stendur til 19. ágúst.

Upplýsingar um leikjafyrirkomu lagi mótsins verður birt á
heimasíðu EHF á næstu dögum.

Facebook síðu mótsins má finna
HÉR.