U-18 karla | Króatar sterkari í kvöld

Strákarnir okkar í U-18 karla léku í kvöld sinn 2. leik í æfingamótinu í París og voru andstæðingar þeirra að þessu sinni Króatar. Króatar voru sterkari frá fyrstu mínútu og þegar dómarar leiksins blésu til hálfleiks þá var staðan 18 – 10 Króatíu í vil.

Í seinni hálfleik náði Króatía mest 12 marka forustu og þrátt fyrir það börðust strákarnir okkar eins og þeir gátu gegn sterku liði Króata. Leikurinn endaði með 33 – 21 sigri Króatíu.

Mörk Íslands í kvöld skoruðu Elmar Erlingsson 4, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 4, Atli Steinn Arnarsson 3, Sæþór Atlason 3, Kjartan Þór Júlíusson 2, Sudario Eidur Carneiro 2, Andrés Marel Sigurðsson 1, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1 og Sigurður Snær Sigurjónsson 1 mark.

Breki Hrafn Árnason varði 9 skot.

Ísland leikur á morgun gegn Ungverjum og hefst leikurinn kl. 17:00, hægt er að fylgjast með leiknum á Youtube síðu mótsins: https://www.youtube.com/c/TIBYHandball/featured