U-18 karla | Jafntefli gegn Færeyjum

U-18 ára landslið karla lék í gær seinni æfingarleik sinn gegn heimamönnum í Færeyjum. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópumót U-18 árs landsliða sem hefst 4. ágúst í Svartfjallalandi.

Það var strax ljóst frá upphafi leiks að strákarnir voru mættir og staðráðnir í að gera betur en í gær og byrji þeir leikinn af miklum krafti. Þeir voru hins vegar óheppnir með skotin sín sem varð til þess að leikurinn var jafn allan fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik endurspeglaði það en liðin voru jöfn 14-14.

Seinni hálfleikurinn spilaðist eins og sá fyrri þar sem íslenska liðið mætti til leiks af miklum krafti og í þetta skipti fóru skotin inn og þegar hálfleikurinn var hálfnaður voru strákarnir yfir 23-20. Það seig hinsvegar aðeins á ógjæfuhliðina og ná færeyska liðið að komast aftur inn í leikinn. Það var svo á síðustu sekúndum leiksins sem að Færeyjingar náðu að jafna leikinn og jafntefli staðreynd 29-29.

Mörk Íslands skoruðu: Skarphéðinn Ívar Einarsson 9, Elmar Erlingsson 6, Kjartan Þór Júlíusson 6, Andrés Marel Sigurðsson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Birkir Snær Steinsson 1, Atli Steinn Arnarson 1, Andri Fannar Elísson og Hinrik Hugi Heiðarsson 1.

Í markinu stóð Ísak Steinsson og varði 7 skot.

Núna tekur við lokaundirbúningur fyrir Evrópumótið en strákarnir halda nú heim á leið og æfa þar til flogið verður út eftir Verslunarmannahelgina.