U-18 karla | Eins marks tap gegn Ungverjum

Strákarnir okkar í U-18 karla léku í gær sinn síðasta leik á æfingarmótinu í París og voru andstæðingar þeirra að þessu sinni Ungverjar. Íslandi náði að komast í 3 – 0 í upphafi leiks en eftir það náðu Ungverjar að komast inn í leikinn. Þegar blásið var til hálfleiks var staðan
15 – 14 Ungverjum í vil.

Í seinni hálfleik voru Ungverjar lengst af með forustuna en Íslands komst marki yfir í stöðunni 25 – 24 þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. Undir lok leiksins náðu strákarnir okkar að jafna leikinn þegar um þrjátíu sekúndur voru eftir, Ungverjar fara í sókn og ná að skora og tryggja sér 33 – 32 sigur þegar um þrjár sekúndur eru eftir af leiknum.

Mörk Íslands í kvöld skoruðu Össur Haraldsson 6, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 4, Elmar Erlingsson 4, Birkir Snær Steinsson 3, Kjartan Þór Júlíusson 3, Andrés Marel Sigurðsson 3, Sæþór Atlason 2, Reynir Þór Stefánsson 1, Andri Fannar Elísson 1 og Hans Jörgen Ólafsson 1 mark.


Breki Hrafn Árnason varði 12 skot.