U-18 ára landslið karla tapaði með minnsta mun gegn Þjóðverjum í Lubeck fyrr í dag, lokatölur voru 25-26 eftir æsispennandi leik.

Íslensku strákarnir voru ekki alveg vaknaðir í byrjun leiks og Þjóðverjar náðu strax 3-0 forystu en okkar menn voru ekki af baki dottnir og jöfnuðu leikinn og komust yfir 5-4. Eftir það skiptust liðin á að hafa forystu í fram að hálfleik, hálfleikstölur 13-13.

Sami barningur hélt áfram í seinni hálfleik og munurinn var aldrei meira en 1-2 mörk í sitthvora áttina. Íslenska liðið náði 1 marks forystu þegar innan við 10 mínútur voru eftir en á lokamínútunum voru Þjóðverjar sterkari sem skilaði þeim sigri að lokum 25-26.

Markaskorar Íslands:

Eiríkur Guðni Þórarinsson 7, Arnór Snær Óskarsson 5, Haukur Þrastarson 5, Stiven Tobar Valencia 3, Tumi Steinn Rúnarsson 2, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 2, Dagur Gautason 1.

Á morgun mæta strákarnir okkar Ísrael kl. 14.00 að íslenskum tíma, en fyrr í dag gerðu Ísrael og Noregur jafntefli í sínum leik.