U-18 karla | 6 marka sigur gegn Ítölum

U-18 ára landslið karla lék gegn Ítölum í hádeginu í dag, þetta var síðasti leikurinn í milliriðli keppninnar en strákarnir okkar höfðu þegar tryggt sér efsta sætið í milliriðlinum.

Annan leikinn í röð byrjuðu strákarnir okkar á hælunum og náðu Ítalir 2-8 forystu eftir 10 mínútuna leik. Þá tóku þjálfarar íslenska liðsins leikhlé og skiptu í 5-1 vörn sem snéri leiknum á svipstundu. Íslenska liðið minnkaði muninn hratt og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 16-15 okkar mönnum í hag.

Í síðari hálfleik réðu strákarnir okkar lögum og lofum á vellinum, 5-1 vörnin skilaði fjölmörgum hraðupphlaupum og smám saman jókst munurinn á liðunum. Mestur varð munurinn 10 mörk en að lokum vann íslenska liðið góðan 6 marka sigur, 34-28.

Markaskorarar Íslands:
Össur Haraldsson 9, Sigurður Snær Sigurjónsson 8, Sæþór Atlason 4, Atli Steinn Arnarson 3, Birkir Snær Steinsson 3, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2, Andri Fannar Elísson 1, Ísak Steinsson 1 og Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1

Breki Hrafn Árnason varði 10 skot og Ísak Steinsson varði 4 skot.

Næst tekur við krossspil um 9. – 12. sæti þar sem íslenska liðið leikur við annað hvort Frakka eða Slóvena á föstudag.