U-18 ára landslið karla lék í kvöld til úrslita á SparkassenCup í Þýskalandi þegar þeir mættu heimamönnum.

Þjóðverjar reyndust sterkari aðilinn í leiknum og lönduðu öruggum sigri 28-21 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 14-11.

Íslenska liðið byrjaði betur í leiknum en eftir um 15 mínútna leik náðu Þjóðverjar forystu sem þeir létu aldrei af hendi, vel studdir af fullri höll.

2.sætið því staðreynd en engu að síður frábær árangur hjá strákunum sem léku mjög vel á mótinu.

Markaskorarar Íslands

Gísli Þorgeir Kristjánsson 6, Sveinn Andri Sveinsson 3, Sveinn Jóhannsson 3, Jóhann Kaldal Jóhannsson 2, Friðrik Hólm Jónsson 2, Örn Österberg 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Elliði Snær Vignisson 1.

Andri Scheving varði 4 skot og Andri Ísak Sigfússon varði 3 skot.